Gestur vikunnar í mannfræðihlaðvarpinu Raddir margbreytileikans er Sveinn Guðmundsson. Sveinn er fæddur í Reykjavík árið 1979. Hann er jafnréttisfulltrúi við HÍ, stundakennari í Mannfræði við HÍ og umboðsmaður doktorsnema.
Við spjölluðum við Svein um menningarfyrirbærið Star Trek og aðdáendur þess en hann kenndi sumaráfanga sumarið 2021 um efnið.
Raddir margbreytileikans er mannfræðihlaðvarp þar sem rætt verður við íslenska mannfræðinga um það sem þeir eru að rannsaka. Einnig verður rætt við erlenda fræðimenn þegar færi gefst. Umsjónarfólk hlaðvarpsins eru Hólmfríður María Ragnhildardóttir, Kristján Þór Sigurðsson og Sandra Smáradóttir.