Í þessum þætti er rætt við mannfræðinginn Kristján Þór Sigurðsson, einn að þáttastjórnendum hlaðvarpsins, um feril hans í mannfræðinni. Kristján segir hlustendum frá ákvörðun sinni að hefja nám í mannfræði, mastersrannsókn hans í Ghana og hvernig það kom til þess að hann byrjaði að rannsaka líf múslíma á Íslandi. Rætt er um fordóma og staðalmyndir og í því samhengi vald orðræðu og ábyrgðarhlutverk fjölmiðla.
Kristján Þór Sigurðsson er aðjúnkt í Mannfræði við Háskóla Íslands og kennsla hans hefur einkum einkennst af málefnum múslíma. Kristján er fæddur þann 25. júlí árið 1954. Hann lauk BA gráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og mastersgráðu í mannfræði frá Háskólanum í Kaupmannahöfn árið 2004.