Í þessum þætti er rætt við Önnu Wojtynska, pólskættaðan mannfræðing, um rannsóknir hennar á farandfólki og innflytjendum í staðbundnu og hnattrænu samhengi. Þessar rannsóknir fjalla einkum um sögu, stöðu og þróun samfélags Pólverja á Íslandi og þær breytingar sem það hefur gegnið í gegnum.
Rannsóknir Önnu hafa að miklu leyti fjallað um tengsl pólskra innflytjenda við íslenskan vinnumarkað, sem og hvernig þeim hefur gengið að setjast að í íslensku þjóðfélagi. Þar er komið inná aðlögun/samlögun, hlutverk tungumálatengsla og áhrif þverþjóðlegra samskipta á milli Íslands og Póllands. Einnig er rætt um leiðina frá fiskvinnslu til bókmennta og listsköpunar sem birtingarmynd breyttra aðstæðna sem einkenna hið margbreytilega samfélag pólskra innflytjenda á Íslandi.
Anna Wojtyńska er fædd í Varsjá, Póllandi, 1975. Hún Lauk meistaraprófi í mannfræði við Þjóðfræði- og mannfræðideild Varsjár háskóla árið 2002 og Doktorsprófi í mannfræði frá HÍ 2019, um pólska innflytjendur á Íslandi. Anna Wojtynska kom fyrst til Íslands 1996 og hefur búið hér síðan og starfað frá 2003. Hún hefur komið að margskonar rannsóknum og vísindastörfum sem og kennslu, og auk þess sinnt ýmsum öðrum störfum (t.d. sem varaborgarfulltrúi í Reykjavíkurborg) og verkefnum, m.a. tengdum listrænni iðkun aðfluttra listamann og rithöfunda. Auk þess hefur hún skrifað fjöldann allan af greinum sem hafa einkum fjallað um þætti sem tengjast farandfólki og innflytjendum, í alþjóðlegu og íslensku samhengi.
Meginrannsóknaráherslur hennar hafa verið og eru staða innflytjenda og farandfólks, einkum pólskra innflytjenda á Íslandi, um hvernig staða þeirra og störf hafa þróast í takt við aukinn margbreytileika þessa þjóðfélagshóps á Íslandi.