Gestur vikunnar er Hjálmar Gunnar Sigmarsson. Hjálmar er fæddur 1970 í Reykjavík en ólst upp að miklu leyti í Hong Kong og Lúxemborg en hefur auk þess búið í San Fransisco, Miami, Sarajevó, Utrecht, stundað nám í Budapest og Granada og unnið fyrir UNIFEM í Bosníu.
Hjálmar lauk BA gráðu í heimspeki við Háskóla Íslands áður en hann fór í meistaranám í mannfræði við sama skóla. Í mannfræðinámi sínu skrifaði hann um vinnusemi Íslendinga undir leiðsögn dr. Unnar Dísar Skaptadóttur. Seinna kláraði hann aðra meistaragráðu en þá í kynjafræði við CEU í Búdapest og University of Granada. Í seinni tíð hefur hann blandað saman mannfræði og kynjafræði í rannsóknum sínum og störfum, meðal annars á Jafnréttisstofu og í UNIFEM.
Við ræddum við Hjálmar um æsku hans í Hong Kong, hvernig hann rataði inn í mannfræðina og hvernig mannfræði, aktívismi og femínismi koma saman í vinnu hans en Hjálmar vinnur nú við ráðgjöf og fræðslu í Stígamót.