Gestur þáttarins er mannfræðinginn Guðrún Margrét Guðmundsdóttir. Guðrún Margrét fæddist árið 1969 í Reykjavík. Hún lauk BA prófi í mannfræði við Háskóla Íslands árið 2000 og MA prófi í mannfræði við sama skóla árið 2004.
Guðrún Margrét hefur dvalið víða og meðal annars búið í Doha í Katar, Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Kuwaitborg í Kuwait, Sana´a í Jemen og Kairó í Egyptalandi.
Rannsóknasvið Guðrúnar Margrétar hafa snúið að ofbeldi á konum og jafnrétti í miðausturlöndum, en einnig hefur hún mikinn áhuga á alþjóðastjórnmálum og verkalýðsbaráttu.
Guðrún Margrét hefur unnið hjá Rauða Kross Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneyti sem var og hét og starfar í dag sem sérfræðingur í málefnum fólks af erlendum uppruna á vinnumarkaði og jafnréttisfulltrúi hjá Alþýðusambandi Íslands.