Raddir margbreytileikans – 24. þáttur: Innflytjendur ekki viðurkenndir sem hluti af íslensku samfélagi

Í þessum þætti er rætt við Pamelu Innes, dós­ent í mann­fræði við Háskól­ann í Wyom­ing. Pamela á sér langan feril sem tungu­mála mann­fræð­ingur og hefur einkum stundað rann­sóknir sem tengj­ast tungu­málum og mál­sam­fé­lögum frum­byggja­hópa í Norð­ur­-Am­er­íku.

Í seinni tíð hefur hún unnið að rann­sóknum með íslenskum mann­fræð­ingum og öðru fræða­fólki, einkum Unni Dís Skapta­dóttur og Önnu Wojtynska, en á núlíð­andi miss­erum hafa þær verið á vett­vangi víða um Ísland við rann­sóknir á sam­lífi inn­flytj­enda og heima­manna. Unnur Dís og Anna Wojtynska hafa nýlega komið við sögu í þessu hlað­varpi í tengslum við þessa miklu rann­sókn. Fram­lag Pamelu til þessa verk­efnis snýst einkum um þætti sem tengj­ast tungu­mál­inu, og hvernig aðfluttum gengur að læra íslensku og tengj­ast sam­fé­lag­inu betur með því að ná valdi á mál­inu.

Pamela Innes fædd­ist 1963 í Chicago, en ólst upp í Oma­ha, Nebr­aska. Hún lauk BA námi 1986 frá Bryn Mawr Col­lege, í Bryn Mawr, Penn­syl­vaniu. Síðan lauk hún MA prófi 1992 frá Uni­versity of Okla­homa, Nor­man, Okla­homa og dokt­ors­gráðu lauk hún 1997 frá sama skóla. Dokt­ors­rit­gerð hennar fjall­aði um mál­sam­fé­lög meðal Muskogee Stomp­d­ance fólks­ins. Eftir Pamelu liggur mikið magn greina og bókakafla, einkum um tungu­mála­þætti frum­byggja­hópa í Norður Amer­íku og sam­skipti þeirra við stjórn­völd og aðrar ráða­stofn­an­ir. Í seinni tíð hafa rann­sóknir hennar í auknum mæli snúið að íslenskum aðstæð­um, einkum stöðu inn­flytj­enda hvað varðar íslensku­kennslu þeirra, íslensku­kunn­áttu og aðgang þeirra að mál­sam­fé­lagi heima­manna.

Mótmæli hafa orðið að nokkurskonar þjóðaríþrótt Íslendinga eftir bankahrunið.
Tíu atburðir og ákvarðanir sem okkur hefur verið sagt að læra af
Síðastliðin 14 ár hafa verið stormasöm. Margar rannsóknarskýrslur hafa verið gerðar sem sýndu aðra mynd en haldin var að almenningi. Stjórnmálamenn hafa tekið ákvarðanir sem hafa virst vera í andstöðu við gildandi lög eða þau viðmið sem eru ráðandi.
Kjarninn 2. desember 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skrítið ef „enginn staður á Íslandi kæmi til greina fyrir vindorku“
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að tvöfalda þurfi orkuframleiðslu á Íslandi „hið minnsta“ til að ná fram orkuskiptum. Íslendingar séu langt á eftir öðrum þegar komi að vindorkunni.
Kjarninn 2. desember 2022
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin mælist með yfir 20 prósent fylgi og hefur ekki mælst stærri í áratug
Fylgi Samfylkingarinnar hefur rúmlega tvöfaldast frá því að kosið var síðasta fyrir rúmu ári síðan. Flokkurinn mælist nú með 21,1 prósent fylgi hjá Gallup. Framsókn hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu og Vinstri græn eru í miklum öldudal.
Kjarninn 1. desember 2022
Esjan á vetrardegi. Félagið Esjuferja ehf. vill reisa kláf upp á fjallið.
Hugmyndir um kláf upp á Esjuna verða teknar til skoðunar á ný
Félagið Esjuferja hefur óskað eftir því við borgina að fá lóðir leigðar undir farþegakláf upp á Esjubrún. Borgarráð samþykkti í dag að leggja mat á raunhæfni hugmyndanna, sem eru ekki nýjar af nálinni.
Kjarninn 1. desember 2022
Jón Ólafur Ísberg
Nýr þjóðhátíðardagur
Kjarninn 1. desember 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - „Það er enginn að fara hakka mig”
Kjarninn 1. desember 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Sýndu þakklæti í verki 感恩图报
Kjarninn 1. desember 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík verður líklega flutt, eða fundið nýtt hlutverk, samkvæmt tilkynningu Arion banka.
„Allt útlit fyrir“ að kísilverið í Helguvík verði ekki gangsett á ný
Arion banki og PCC hafa slitið viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Einnig hefur Arion sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun, þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins.
Kjarninn 1. desember 2022