Gestur þáttarins er mannfræðingurinn Inga Dóra Pétursdóttir. Hún fæddist í Svíþjóð 8. janúar 1980 og ólst upp í Laugarás í Biskupstungum. Á fullorðinsárum hefur hún dvalið víða, meðal annars í Gvatemala, Spàni, Bandaríkjunum, Gana, Malaví og Mosambik.
Hún lauk BA prófi í mannfræði árið 2004 við Háskóla Íslands og MA prófi í þróunarfræði árið 2010 við sama skóla. Í náminu beindi hún helst sjónum að heilsutengdri mannfræði með áherslu á Afríku og HIV.
Í gegnum tíðina hefur Inga Dóra unnið við ýmis störf, meðal annars sem framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, sem jafnréttisfulltrúi NATO í Kabul, seinna sem jafnréttisfulltrúi World Food Programme í Mosambik og svo hjá utanríkisráðuneytinu.
Í dag starfar hún sem forstöðukona sendiráðs Íslands í Malaví.