Gestur vikunnar er mannfræðingurinn Jónína Einarsdóttir, deildarforseti félags-, mannfræði- og þjóðfræðideildar Háskóla Íslands og prófessor í mannfræði við Háskóla íslands. Jónína lærði þróunarfræði í Uppsalaháskóla og kláraði BA próf og doktorspróf í mannfræði frá Stokkhólmsháskóla.
Jónína hefur í gegnum starfsferil sinn lagt mikla áherslu á þróunarstarf, börn og fjölskyldur.
Í þessum þætti segir Jónína okkur frá leið sinni í gegnum mannfræðinámið, störfum sínum í Gíneu-Bissaú og rannsóknum sínum hérlendis á börnum, meðal annars siðnum að senda börn í sveit.
Raddir margbreytileikans er mannfræðihlaðvarp þar sem rætt verður við íslenska mannfræðinga um það sem þeir eru að rannsaka. Einnig verður rætt við erlenda fræðimenn þegar færi gefst. Umsjónarfólk hlaðvarpsins eru Hólmfríður María Ragnhildardóttir, Kristján Þór Sigurðsson og Sandra Smáradóttir.