Í þessum fimmta þætti sem sækir titil sinn til Hávamála er rætt við Gunnar Þór Jóhannesson mannfræðing um menningarlegt og félagslegt samhengi ferðamennsku og ferðaþjónustu.
Gunnar Þór Jóhannesson fæddist 1976 á Blönduósi. Hann er með BA gráðu í mannfræði frá HÍ (1999), MA í mannfræði frá HÍ (2003) og doktorsgráðu frá RUC í þverfélagsvísindalegum greinum (mannfræði, landafræði, o.fl.). Gunnar Þór gaf út, ásamt Þórði Kristinssyni, út bókina „Mannfræði fyrir byrjendur“ (2010), sem mun verða endurútgefin og endurbætt í rafrænu formi í haust (2021).
Gunnar Þór hefur stundað rannsóknir á ferðamennsku í félagslegu og menningarlegu samhengi um árabil þar sem hann hefur beitt mannfræðilegum gleraugum á viðfangsefnið. Í þessum þætti er rætt um mótun ferðaþjónustu á Íslandi, orðræður henni tengdar og hvernig ferðaþjónustan, sem menningarlegt fyrirbæri, endurspeglar mikilvæga þætti í lífsháttum okkar og samfélagi, og hvernig hún tengist hugmyndum um „okkur“ og „hina“.
Raddir margbreytileikans er mannfræðihlaðvarp þar sem rætt verður við íslenska mannfræðinga um það sem þeir eru að rannsaka. Einnig verður rætt við erlenda fræðimenn þegar færi gefst. Umsjónarfólk hlaðvarpsins eru Hólmfríður María Ragnhildardóttir, Kristján Þór Sigurðsson og Sandra Smáradóttir.