#rófið

Um bótox, Pamela Anderson og Barb Wire

Rófið með Nínu Richter og Stefáni Pálssyni

Bók­staf­ur­inn B er við­fangið í þessum þriðja þætti Rófs­ins. Nína Richter fræðir hlust­endur um hina minna þekktu notk­un­ar­mögu­leika Bótox-efn­is­ins alræmda, og Stefán Páls­son ferð­ast með okkur aftur í tím­ann og talar um kvik­mynd­ina Barb Wire sem fagnar einmitt 20 ára afmæli sínu á árinu. Aðal­leik­kona Barb Wire, sjálf Pamela And­er­son er að sjálf­sögðu til umræðu í beinu fram­haldi af því og eitt af stóru B-unum á hennar ferli, Baywatch þætt­irn­ir, eru teknir fyrir í leið­inni.

Stefán Páls­son og Nína Richter taka fyrir óvenju­leg mál­efni í óvenju­legum þætti sem er að vissu leyti óður til sjón­varps­þátt­anna bresku QI, sem Stephen Fry gerði fræga. Hver þáttur hefur sinn bók­staf, sem er upp­hafs­stafur þeirra mál­efna sem rædd eru í þætt­in­um. Hvor þátt­ar­stjórn­and­inn velur sér eitt mál­efni til að fjalla um en síðan tengj­ast mál­efnin einnig á óvæntan hátt. Þátt­ur­inn er í senn fróð­legur og fárán­leg­ur, og geta hlut­föllin þar á milli sveifl­ast til.

Nína og Stefán eru bæði á Twitt­er. Nína er @kisum­amma og Stefán er @stebbip. Þátt­ur­inn hefur einni fengið sinn eigin reikn­ing: @sta­frofid. Ef fólk vill hafa sam­band, kvart yfir þátta­stjórn­endum eða koma með ábend­ingar um sniðug umfjöll­un­ar­efni þá er Face­book-­síða þátt­ar­ins hér á face­book.com/rofid­hla­dvarp.

Auglýsing