Bókstafurinn E er umfjöllunarefni Rófsins að þessu sinni. Nína og Stefán tala um kvikmyndageimveruna sívinsælu E.T. auk þess sem komið er inn á Stranger Things-þættina og kvikmyndir Hayo Myatzaki, svo að fátt eitt sé nefnt. Hið virðulega og vanmetna dýr elgurinn fær sinn heiðurssess í hlaðvarpsþættinum, og rýnt er í afdrif síðasta geirfuglsins, og hvort sé að endurlífga hann.
Stefán Pálsson og Nína Richter taka fyrir óvenjuleg málefni í óvenjulegum þætti sem er að vissu leyti óður til sjónvarpsþáttanna bresku QI, sem Stephen Fry gerði fræga. Hver þáttur hefur sinn bókstaf, sem er upphafsstafur þeirra málefna sem rædd eru í þættinum. Hvor þáttarstjórnandinn velur sér eitt málefni til að fjalla um en síðan tengjast málefnin einnig á óvæntan hátt. Þátturinn er í senn fróðlegur og fáránlegur, og geta hlutföllin þar á milli sveiflast til.
Nína og Stefán eru bæði á Twitter. Nína er @kisumamma og Stefán er @stebbip. Þátturinn hefur einni fengið sinn eigin reikning: @stafrofid. Ef fólk vill hafa samband, kvart yfir þáttastjórnendum eða koma með ábendingar um sniðug umfjöllunarefni þá er Facebook-síða þáttarins hér á facebook.com/rofidhladvarp.