Bókstafurinn É er næstur í röðinni í Rófinu, og því liggur beint við að þemað að þessu sinni sé hið afskaplega algenga „Ég“. Þáttarstjórnendur stikla á stóru í gegnum eigið lífshlaup og luma á ýmsu óvæntu. Spánarævintýri Nínu og tilvik þar sem hún hefði átt að gúggla betur, og ástæðan fyrir því að háskólabókasafnið í Edinborg vildi ekki sjá lokaritgerðina hans Stefáns, sem gekk í MR en langaði alltaf í MH. Þetta og margt fleira í stútfullum og óvenjulega löngu Rófi – já, 30% kaupauki, alveg ókeypis.
Á myndinni má sjá þau Nínu og Stefán í æsku. Nína fyllti sundlaug af vatni árið 1989 og Stefán áttaði sig snemma á að honum þyki Malt gott og var farinn að drekka það árið 1978.