Rófið tekur fyrir bókstafinn H í þessari viku. Nína ferðast meðal annars til Bretlands á slóðir HP-sósunnar sem tengist breskum þingmönnum á nokkuð óvæntan hátt. Iguana-eðlan hnerrar meira en önnur dýr, og í háleitari tilgangi. Stefán skýrir tengslin fyrir hlustendum, en einnig eru hrotur, úfjárn og kenjóttar mýs á dagskrá H-þáttarins. Sneisafullur þáttur af fróðleik og vitleysu.
Umsjónarmenn þáttarins eru Nína Richter og Stefán Pálsson.