Í fyrsta þætti Samtals við Samfélagið ræða Sigrún Ólafsdóttir og Jón Gunnar Bernburg, prófessorar í félagsfræði við Háskóla Íslands, um hið félagsfræðilega sjónarhorn og hvernig það eykur skilning okkar á almennum samfélagsmálum. Í umræðum sínum taka þau dæmi um hvernig félagsfræðin hjálpar okkur að sjá hlutina í nýju ljósi, til að mynda varðandi hvernig stimplun hefur áhrif á líf afbrotamanna og þeirra sem glíma við geðræn vandamál. Að auki ræða þau lauslega um sínar eigin rannsóknir og kynna hið nýja hlaðvarp og hvað það mun bjóða upp á á næstu vikum.
Meira handa þér frá Kjarnanum