Kjartan Páll ræðir við Arnar Eggert Thoroddsen um dægurmenningu og félagsfræðilegt sjónarhorn á tónlistarheiminn. Í þessum þætti er flutt símaviðtal sem Arnar átti við breska tónlistarmanninn Billy Bragg í aðdraganda Airwaves-hátíðarinnar. Billy Bragg hefur á löngum og merkum ferli verið staðfastur málsvari þeirra sem minna mega sín, er umsvifamikill aðgerðasinni og lög hans einatt mótmæla- og baráttusöngvar, sprottnir úr veruleika verkalýðsstéttarinnar. Líkt og Bubbi Morthens og/eða Bruce Springsteen, þá hefur Bragg oft náð að spegla samfélagslegar hræringar í heimalandi sínu með eftirtektarverðum hætti. Í viðtalinu ræðir Bragg um hlutverk tónlistarmanna í samfélaginu, ábyrgð þeirra og getu til að hafa áhrif á samfélag sitt með beinum hætti og rekur eðli málsins samkvæmt eigin reynslu af þeim efnum.