Það má sennilega
segja að #me too byltingin sé stærsta samfélagsbylting ársins 2017 og verður ársins
eflaust minnst sem ársins þar sem milljónir kvenna stigu fram og höfnuðu að
lifa lífi sínu í skugga feðraveldisins. Ísland hefur ekki farið varhluta af
þessari byltingu og hafa konur í hinum ýmsu starfstéttum birt yfirlýsingar og
sögur undir nafninu Í skugga valdsins. Sigrún settist niður með þeim Brynju E.
Halldórsdóttur lektor í uppeldis- og menntunarfræði við HÍ og Gyðu M.
Pétursdóttur, dósent í kynjafræði við sömu stofnun og ræddi um hvernig konur í
vísindum hafa stigið fram og hvernig það tengist þessari stærri þróun í
íslensku samfélagi sem og alþjóðlega.