Í hlaðvarpi vikunnar ræðir Sigrún við Helgu Krístínu Hallgrímsdóttur, dósent við University of Victoria í Kanada. Helga hefur búið í Kanada undanfarna áratugi, tók fyrst B.A. próf í tónlist við University of Calgary og síðan doktorspróf í félagsfræði frá University of Western Ontario. Hún hefur stundað rannsóknir sem tengjast kynjafræði, stjórnmálafélagsfræði, félagslegum hreyfingum og atvinnulífsfélagsfræði. Þær Sigrún spjalla um þær rannsóknir, ásamt því að fjalla um hvernig íslenskt samfélag blasir við félagsfræðing sem býr í öðru landi.
Meira handa þér frá Kjarnanum