Íslendingar eru vinnusamastir allra þjóða, enda lærum við vinnusemi frá unga aldri. Eða hvað? Gestur okkar að þessu sinni er Margrét Einarsdóttir, nýdoktor í félagsfræði, sem hefur unnið að rannsóknum á vinnu barna og unglinga á annan áratug. Hún ræðir við Kjartan um barnafræði og mikilvægi þess að skoða vinnu barna og unglinga út frá þeirra eigin sjónarhóli, ekki síst hvað varðar vinnutengda heilsu og öryggi á vinnustað. Niðurstöður rannsókna Margrétar sýna að víða er pottur brotinn þegar kemur að því að tryggja öryggi ungmenna í vinnu. Þó ungmennin vinni yfirleitt ekki við hættuleg störf þá er vinnuálag oft mikið. Slæmar vinnuaðstæður, slysagildrur og vinnuslys eru það algeng, að brýn þörf er á samfélagslegu átaki til að tryggja betur öryggi ungmenna á vinnustað
Meira handa þér frá Kjarnanum