Í hlaðvarpi vikunnar spjallar Sigrún við Egil Bjarnason blaðamann. Egill lærði félagslega heimildamyndagerð í Kaliforníu í Bandaríkjunum og hefur skrifað fréttir tengdar Íslandi fyrir ýmsar helstu fréttaveitur og dagblöð heims, til dæmis New York Times, Lonely Planet, Associated Press og AJ+. Þau Sigrún ræða um hvernig það kom til að hann fór að skrifa fyrir þessa fjölmiðla, hvað það er sem erlendir miðlar hafa helst áhuga á varðandi Ísland og hvernig námið í Bandaríkjunum var.
Meira handa þér frá Kjarnanum