Í hlaðvarpi vikunnar ræðir Sigrún við Dr. Robert Constanza prófessor í opinberri stjórnsýslu við Australia National University. Dr. Constanza er einn af þekktustu fræðimönnum samtímans innan umhverfisgeirans og var staddur hér á landi á vegum námsbrautar í Umhverfis-og Auðlindafræði við HÍ, Hagfræðistofnun Háskólans, Líf- og umhverfisvísindastofnun og Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun. Í spjalli sínu koma þau inn á hluti eins og hvað GDP mæli varðandi samfélagslega þróun og hvort að það sé eðilegur mælikvarði á þróun og lífsgæði samfélag ásamt því að velta fyrir sér hvaða mælitæki væru betri til að meta samfélög nútímans, hvernig þau eru og hvernig við viljum hafa þau.
Meira handa þér frá Kjarnanum