Í hlaðvarpi vikunnar spjallar Sigrún við þær Randi W. Stebbins, mannréttindalögfræðing og Brynju E. Halldórsdóttur, lektor á menntavísindasviði við Háskóla Íslands um #metoo sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Þær ræða um stöðu innflytjenda á Íslandi og hvernig það að vera kona og af erlendum uppruna býr til veruleika sem getur oft sett þessar konur í sérlega viðkvæma stöðu. Að auki ræða þær um hvort að þessar sögur hafi á einhvern hátt verið ólíkar sögum sem hafa komið fram frá öðrum konum á Íslandi og hvernig viðbrögð okkar við þeim tengjast bæði menningu okkar og hvernig við upplifum Ísland og Íslendinga.
Meira handa þér frá Kjarnanum