Ójöfnuður hefur lengi verið eitt aðal viðfangsefni félagsfræðinga. Þessi áhugi er ekki úr lausu lofti gripinn – á seinasta ári greindu góðgerðasamtökin Oxfam frá því að átta ríkustu menn heims áttu jafn mikinn auð og fátækustu 50% jarðarbúa. Stofnanir á borð við OECD, sem yfirleitt hafa talað máli nýfrjálshyggjunnar, hafa opinberlega lýst því yfir að þróun ójafnaðar sé eitt helsta áhyggjuefni framtíðarinnar. En hvernig standa mál á hinu (meinta) stéttlausa Íslandi? Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði, settist niður með Kjartani til að ræða vaxandi ójöfnuð, þeim félagslegu vandamálum sem þeirri þróun fylgir, og hugsanlegar lausnir.
Meira handa þér frá Kjarnanum