Í hlaðvarpi vikunnar talar Sigrún við Joan Mandle sem er prófessor emirita í félagsfræði við Cogate University í Bandaríkjunum. Hún hefur stundað rannsóknir á sviðum félagslegra breytinga og félagslegra hreyfinga og hefur tekið þátt í aktívisma í Bandaríkjunum allt síðan á 6. áratugnum, þar sem hún gerðist m.a. svo fræg að taka þátt í mótmælum með Martin Luther King. Þær Sigrún ræða um rannsóknir hennar og þátttöku í að breyta samfélaginu og koma m.a. inn á hvernig grasrótarhreyfingar hafa brugðist við kjöri Trumps sem forseta, hvers vegna konur um allan heim hafa staðið upp undir #metoo og með hvaða afleiðingum, og hvað þurfi að gerast til að skapa megi samfélag þar sem allir eru metnir að verðleikum, óháð félagslegri stöðu, þar með talið kyni og kynþætti.
Meira handa þér frá Kjarnanum