Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands og tónlistarblaðamaður settist niður með Ásu Hauksdóttur hjá Hinu húsinu, framkvæmdastjóra Músíktilrauna, hljómsveitakeppninnar sem hefur verið starfrækt frá árinu 1982. Keppninni lauk nú fyrir stuttu með sigri hljómsveitarinnar Ateria og Arnar og Ása settu sig í menningarfélagsfræðilegar stellingar yfir ljúfu en þó rótsterku mánudagsmorgunkaffi. Fóru þau m.a. yfir samfélagslegt hlutverk keppninnar, hvernig hún virkar sem nokkurs konar hvati fyrir grasrót ungra tónlistarmanna og veitir þeim færi á að þroskast og eflast í samneyti við jafningja um leið og þeir nema af öldungum og reynsluboltum.
Meira handa þér frá Kjarnanum