Í hlaðvarpi vikunnar ræðir Sigrún við Liz Chiarello, lektor í félagsfræði við St. Louis háskólann í Bandaríkjunum. Í rannsóknum sínum hefur Liz beint sjónum sínum að ýmsum fagstéttum innan heilbrigðis- og lagakerfisins og þá sérstaklega hvernig tæknilegar breytingar hafa áhrif á störf þeirra, og breyta jafnvel kerfinu sjálfu. Í nýjustu rannsóknum sínum skoðar hún Ópíum-vandamálið í Bandaríkjunum og hvernig sú tækni sem hefur verið innleidd meðal lyfsala hefur breytt starfi þeirra frá því að vera eingöngu heilbrigðisstarfsmenn yfir í að vera að einhverju leyti starfsmenn lagakerfisins sem sjá það í auknu mæli sem starfsvettvang sinn að vinna náið með lögreglunni í að finna þá sem hugsanlega eru að ofnota lyfseðisskyld lyf.
Meira handa þér frá Kjarnanum