Þrátt fyrir litla yfirbyggingu hefur Bíó Paradís stimplað sig inn sem mikilvægan þátt í menningarflóru
Reykvíkinga. Einn liður í margþættu starfi þeirra er að félagsvæða kvikmyndaáhorf. Þannig er gestum
boðið upp á að syngja með á Mamma Mia, skólabörn mæta reglulega í kvikmyndafræðslu, haldnar
eru reglulegar kvikmyndahátíðar fyrir hina ýmsu jaðarsettu hópa, og að sjálfsögðu er Bechdel prófið í
hávegum haft. Kjartan settist niður í Sal 4 með framkvæmdastjóranum, Hrönn Sveinsdóttur, til að
ræða hugmyndafræðina á bak við Bíó Paradís, og samfélagslegt gildi þess að gera bíóferð að félagslegri athöfn.