Í hlaðvarpi vikunnar talar Sigrún við Guðmund Ævar Oddsson, dósent við Félagsvísinda- og lagadeild við Háskólann á Akureyri. Guðmundur er með doktorspróf í félagsfræði frá Háskólanum í Missouri og starfaði sem lektor við Háskólann í Norður Michigan þangað til hann flutti heim fyrir tæpu ári síðan. Rannsóknir Guðmundar eru meðal annars á sviði ójöfnuðar, stéttaskiptingar, afbrota og frávika og þau Sigrún ræða um rannsóknir hans ásamt því að tala almennt um ójöfnuð í íslensku samfélagi og hvernig hann er í samanburði við ójöfnuð í öðrum löndum. Að auki segir Guðmundur frá reynslu sinni við að kenna lögreglufræði við Háskólan á Akureyri en íslenskt lögreglunám var nýlega fært upp á háskólastig.
Meira handa þér frá Kjarnanum