Er Ísland hin raunverulega jafnréttisparadís heimsins? Hverjar eru hugmyndir ungra Íslendinga um karlmennsku og kvenleika, og hvernig hafa þær hugmyndir áhrif á líf og reynslu þeirra? Af hverju mega karlar vera berir að ofan í sundi en konur ekki? Hvers vegna gerðist “free the nipple” á Íslandi en ekki einhvers staðar annars staðar? Af hverju er “ógeðslegt” að sofa hjá stelpum með líkamshár en ekki strákum? Þetta eru sumar af þeim spurningum sem Sigrún og Ásta Jóhannsdóttir veita innsýn í þessa vikuna í hlaðvarpinu, en Ásta er nýjasti íslenski doktorinn í félagsfræði. Hún varði doktorsritgerð sína núna í maí en hún ber heitið “Gender Identities in Gender Equal Iceland: Possibilities and Limitations in the Performance of Gender among Young People in Reykjavik, 2012-2016.”