Þó svo að Ísland hafi vermt fyrsta sætið á Global Peace Index sjö ár í röð, og þykir eitt hættuminnsta land heims, þá er hér samt ákveðin undiralda afbrota. Íslendingar upplifa sig frekar örugga, en telja þó afbrot mikið samfélagslegt vandamál. Í nýútgefinni bók – Afbrot og íslenskt samfélag – grannskoðar afbrotafræðingurinn Helgi Gunnlaugsson þróun afbrota á Íslandi undanfarin ár, sem og afstöðu almennings til glæpa og refsinga.
Í þessum þætti segir Helgi okkur hvers vegna Íslendingar telja að fíkniefnaneysla og fíkniefnabrot séu alvarlegustu afbrotin, hvernig refsigleði almennings mildast við að fá ítarlegri upplýsingar um brotin sjálf, og hver beri ábyrgðina á bankahruninu.
Kjarninn í samstarfi við Storytel bíður þér að hlusta frítt á þúsundir hljóðbóka í símanum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.storytel.is/kjarninn og byrja að njóta. Storytel.is, þúsundir hljóðbóka í símanum þínum.