Í hlaðvarpi vikunnar spjallar Sigrún við Arndísi Vilhjálmsdóttur en hún varði nýlega doktorsritgerð sína í sálfræði við Háskóla Íslands sem ber heitið „Tekjuójöfnuður í hverfasamfélögum og sálræn streita unglinga: Þýðisgrunduð rannsókn meðal íslenskra unglinga á árunum 2006 til 2016“. Í rannsókn sinni notar Arndís einstök gögn sem safnað hefur verið af Rannsóknum og greiningu, þar sem hún hefur upplýsingar um nánast alla íslenska unglinga. Hún notar þessi gögn til að skoða hvort að ójöfnuður í hverfum hafi áhrif á sálræna líðan unglinga. Það sem er einna áhugaverðast er að hún finnur slík sambönd, en þau eru missterk eftir því hvernig efnahagsástandið er í samfélaginu. Niðurstöðurnar sýna því að ójöfnuður hefur vissulega áhrif á líðan, en það er afar mikilvægt að skila félagslegt umhverfi ójöfnaðar á hverjum tíma.
Kjarninn í samstarfi við Storytel bíður þér að hlusta frítt á þúsundir hljóðbóka í símanum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.storytel.is/kjarninn og byrja að njóta. Storytel.is, þúsundir hljóðbóka í símanum þínum.