Í síðasta hlaðvarpi okkar fyrir sumarfrí spjallar Sigrún við Jenny Stuber, dósent í félagsfræði við University of North Florida í Bandaríkjunum. Rannsóknir Jenny eru innan félagsfræði menntunar, og hefur hún sérstaklega skoðað hvernig nemendum með mismunandi þjóðfélagsbakgrunn farnast í háskólanámi. Viðfangsefnið stendur Jenny mjög nærri þar sem að hún ólst upp við lök efnahagsleg kjör en hafði af ýmsum ástæðum aðgang að menningarlegum auð og var fyrsta flugferð hennar til dæmis í flugvél bandaríska söngvarans, John Denver. Að auki hefur Jenny mjög sterk tengsl við Ísland en hún hefur komið með bandaríska nemendur hingað í skiptinám síðastliðin 7 ár, þar sem að nemendur læra meðal annars um íslenska velferðarkerfið, ójöfnuð, umhverfis- og geðheilbrigðismál.
Kjarninn í samstarfi við Storytel bíður þér að hlusta frítt á þúsundir hljóðbóka í símanum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.storytel.is/kjarninn og byrja að njóta. Storytel.is, þúsundir hljóðbóka í símanum þínum.