Hlaðvarp félagsfræðinnar er komið aftur eftir sumarfrí og í fyrsta þætti vetrarins spjallar Sigrún við þær Örnu Hauksdóttur og Unni Önnu Valdimarsdóttur, prófessora í lýðheilsuvísindum. Arna og Unnur eru afkastmiklir rannsakendur og ræða þær um áralangt samstarf sitt við Sigrúnu, með áherslu á hvað þær hafa rannsakað og af hverju. Einnig fjalla þær um eina viðarmestu rannsókn sem hefur verið gerð á sviði lýðheilsuvísinda á Íslandi en hún ber heitið Áfallasaga kvenna á Íslandi. Í þessari rannsókn er öllum konum 18 ára og eldri boðið að taka þátt og er enn hægt að taka þátt. Tilgangur rannsóknarinnar er að skilja betur hvaða áhrif áföll, til að mynda ofbeldi, ástvinamissir eða erfiðleikar í æsku, hafa á líkamlega og andlega heilsu.
Kjarninn í samstarfi við Storytel bíður þér að hlusta frítt á þúsundir hljóðbóka í símanum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.storytel.is/kja…inn og byrja að njóta. Storytel.is, þúsundir hljóðbóka í símanum þínum.