Kjarninn fagnaði fimm ára afmæli sínu í síðustu viku og því er við hæfi að spjalla um stöðu fjölmiðla á Íslandi. Í hlaðvarpi vikunnar hitti Sigrún þær Auði Jónsdóttur og Báru Huld Beck sem ásamt Steinunni Stefánsdóttur gáfu nýlega út bókina, Þjáningarfrelsið: Óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla. Þær ræða meðal annars um þróun fjölmiðlunar á Íslandi undanfarna áratugi, hvernig fjárfestar hafa síaukin völd varðandi fjölmiðlaumfjöllun, samband fjölmiðla og stjórnmála, og rekstrarumhverfi fjölmiðla á 21. öldinni. Og auðvitað leiðist spjallið einnig að því hvernig fjölmiðlum sem eru ekki tengdir hagsmunum er ógnað af umfjöllun sem byggir á hagsmunum og skoðunum frekar en gagnrýnni umfjöllun og því að skoða málefni út frá mismunandi sjónarhornum og vísindalegum upplýsingum.
Kjarninn í samstarfi við Storytel bíður þér að hlusta frítt á þúsundir hljóðbóka í símanum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.storytel.is/kj…nn og byrja að njóta. Storytel.is, þúsundir hljóðbóka í símanum þínum.