Í hlaðvarpi vikunnar settist Sigrún niður með Terje Eikemo prófessor í félagsfræði við Norwegian University of Science and Technology sem er í Þrándheimi. Terje er leiðandi fræðimaður í lýðheilsu í Evrópu og hefur sérstaklega beint sjónum að þeim þáttum sem stuðla að ójöfnuði í heilsu. Hann er ritstjóri Scandinavian Journal of Public Health og leiddi teymi sem stóð fyrir könnun um ójöfnuð í heilsu í Evrópu sem var hluti af European Social Survey. Í spjalli sínu ræða Sigrún og Terje sérstaklega um slíkan ójöfnuð og hvaða þættir, bæði einstaklingsbundir sem og stærri samfélagslegir þættir, auka líkur á slíkum ójöfnuði. Þau ræða einnig um hvað er hægt að gera ef stjórnvöld og stefnumótendur hafa áhuga á að draga úr slíkum ójöfnuði.
Kjarninn í samstarfi við Storytel bíður þér að hlusta frítt á þúsundir hljóðbóka í símanum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.storytel.is/kjarninn og byrja að njóta. Storytel.is, þúsundir hljóðbóka í símanum þínum.