Í hlaðvarpi vikunnar spjallar Sigrún við Álfgeir Loga Kristjánsson, en hann er dósent í lýðheilsuvísindum við Háskólann í Vestur Virginíu í Bandaríkjunum. Álfgeir hefur birt mikinn fjölda af fræðigreinum sem tengjast lýðheilsu, meðal annars á heilsu og högum ungs fólks á Íslandi. Hann hefur, í samstarfi við rannsóknarfólk hjá Rannsóknum og Greiningu, tekið þátt í að leggja fyrir umfangsmiklar kannanir meðal íslenska unglinga undanfarna áratugi, en þær hafa meðal annars leitt til þróunar á forvarnarstafsemi sem hefur náð verulegum árangri hér á landi. Meðal þess sem Álfgeir er að fást við í Bandaríkjunum eru möguleikar á að heimfæra þessar hugmyndir yfir á stærri samfélög með það að markmiði að ná svipuðum árangri. Þau Sigrún ræða um þessa möguleika, rannsóknir Álfgeirs og hvernig það er að starfa sem íslenskur fræðimaður á erlendri grund.
Meira handa þér frá Kjarnanum