Í fyrra lenti Ísland enn eina ferðina í fjórða sæti á lista Sameinuðu þjóðanna yfir hamingjusömustu þjóðir heims. Þrátt fyrir þessa miklu hamingju eigum við heimsmet í notkun þunglyndislyfja, og 36% ungmenna á aldrinum 18-24 lýsa andlegri líðan sinni sem annað hvort sæmilega eða lélega. Samfélagið stendur úrræðalaust gagnvart þeirri mótsögn að depurð og kvíði ungs fólks fari ört vaxandi í einu hamingjusamasta landi heims.
Gestir Kjartans að þessu sinni eru Sigurþóra Bergsdóttir, móðir og vinnusálfræðingur, og Sigrún Sigurðardóttir, lektor við Háskólann á Akureyri. Þær eru stofnfélagar samtaka um nýtt meðferðarsetur fyrir ungt fólk, þar sem markmiðið er að ráðast að úrræðaleysi gagnvart vanlíðan ungmenna.
Kjarninn í samstarfi við Storytel bíður þér að hlusta frítt á þúsundir hljóðbóka í símanum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.storytel.is/kjarninn og byrja að njóta. Storytel.is, þúsundir hljóðbóka í símanum þínum.