Í hlaðvarpi vikunnar spjallar Sigrún við Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, þingkonu Samfylkingarinnar. Hún er með B.A. gráðu í félagsfræði og M.A. gráðu í landfræði en ástæðan fyrir þessari blöndu er áhugi hennar á að skilja hvernig staðsetning byggða og félagslegir þættir tengjast. Albertína er fædd og uppalin á Ísafirði, þar sem að hún bjó lengi og sat m.a. í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar. Fyrir nokkrum árum lá svo leiðin til Akureyrar þar sem hún starfaði fyrst fyrir Akureyrarbæ en tók svo við sem framkvæmdastjóri Eims, en Eimur er samstarfsverkefni sem beinir sjónum að bættri nýtingu orkuauðlinda og nýsköpun í orkumálum á Norðurlandi eystra. Albertínu var boðið annað sæti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi en á þeim tíma voru kannski ekki miklar líkur á að það yrði þingsæti þar sem Samfylking hafði tapað miklu fylgi í kosningunum 2016. En mikil fylgisaukning í kosningunum leiddi til þess að Albertína settist á þing fyrir tæpu ári. Þær Sigrún ræða meðal annars um hin ýmsu störf sem hún hefur sinnt í gegnum tíðina, hvernig það var að setjast á þing, fylgisaukningu Samfylkingunnar, og stöðu kvenna í íslensku samfélagi.
Kjarninn í samstarfi við Storytel bíður þér að hlusta frítt á þúsundir hljóðbóka í símanum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.storytel.is/kjarninn og byrja að njóta. Storytel.is, þúsundir hljóðbóka í símanum þínum.