Fatlað fólk upplifir mismunun á ýmsum sviðum samfélagsins. Sumar birtingarmyndir mismununar eru auðséðar, en aðrar koma fram á stöðum sem erfiðara er að tengja við. Í byrjun þessa mánaðar voru haldnir hinu árlegu jafnréttisdagar í Háskóla Íslands, en tilgangur og markmið jafnréttisdaganna er að skapa opna umræðu og aukinn skilning á jafnrétti ásamt því að auka sýnileika jafnréttismála. Í ár var fenginn sérstakur gestafyrirlesari, Dr Liat Ben-Moshe, lektor við Toledo háskólann Bandaríkjunum, og flutti hún tvö erindi um ólík birtingarform mismununar gegn fötluðu fólki – innan háskólasamfélagsins annars vegar, og í réttarkerfinu hins vegar. Kjartan settist niður með Liat, ásamt Rannveigu Traustadóttur, prófessors við Háskóla Íslands og forstöðumanns Rannsóknaseturs í fötlunarfræðum, til að ræða hvernig mismunun hefur áhrif á líf fatlaðra, og seiglu fatlaðs fólks sem berst fyrir samfélagi sem býður alla velkomna.
Kjarninn í samstarfi við Storytel bíður þér að hlusta frítt á þúsundir hljóðbóka í símanum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.storytel.is/kjarninn og byrja að njóta. Storytel.is, þúsundir hljóðbóka í símanum þínum.