Margir félagsfræðingar telja að stærstu pólitísku áskoranir þessarar aldar komi til með að snúa að fólksflutningum, og þá ekki síst hvernig vesturlönd ætli að taka á hinum sívaxandi fjölda flóttafólks. Íslendingar standa ekki utan við þessar áskoranir, en við eigum þó töluvert langt í land með að skapa samfélagslega sátt um hvernig við ætlum að taka á þessu vandamáli.
Hér á Íslandi, eins og svo mörgum öðrum Evrópuþjóðum, eru málefni flóttafólks og hælisleitenda mikið hitamál. Þrátt fyrir þessa miklu, og oft tilfinningaþrungnu umræðu, þá er þetta engu að síður málefni sem er oft á tíðum mistúlkað og misskilið. Umræðan er oft byggð á misvísandi upplýsingum, þar sem að staðalmyndir eru mjög áberandi.
Andið eðlilega er íslensk kvikmynd sem frumsýnd var í vor, en myndin tekur á þeim veruleika sem blasir við hælisleitendum á Íslandi. Þessi margverðlaunaða mynd hlotið lof gagnrýnenda víða um heim. Seinast hlaut hún verðlaun í flokknum Films of Conflict and Resolution á Hamptons hátíðinni í Bandaríkjunum, og þar á undan hlaut myndin áhorfendaverðlaun á hátíðum í Sidney og Aþenu. Næst er förinni heitið á kvikmyndahátíð í Kúrdistan. Gestur Kjartans í þættinum í dag er leikstjóri myndarinnar, Ísold Uggadóttir.
Kjarninn í samstarfi við Storytel bíður þér að hlusta frítt á þúsundir hljóðbóka í símanum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.storytel.is/kjarninn og byrja að njóta. Storytel.is, þúsundir hljóðbóka í símanum þínum.