Það þarf varla að kynna Silju Báru Ómarsdóttur en hún hefur undanfarin ár verið einn helsti álitsgjafi fjölmiðla og samfélagsins um alþjóðleg stjórnmál, oft með sérstakri áherslu á Bandaríkin. Eftir áralangt starf innan Háskóla Íslands tók hún við stöðu lektors í Stjórnmálafræðideild núna í sumar en hún lauk einmitt doktorsprófi í stjórnmálafræði frá University College Cork á Írlandi nýlega. Í doktorsritgerðinni sinni fjallaði hún um öryggi og kannski sérstaklega hvort og hvernig Íslendingar upplifa sig örugga. Rannsóknir hennar eru frábrugðnar því hvernig stjórnmálafræðin skoðar oft öryggismál, en í stað þess að beina sjónum að upplifunum sérfræðinga, þá er áhugi hennar á öryggistilfinningu hins almenna borgara. Þær Sigrún ræða um helstu niðurstöður doktorsverkefnisins, en auðvitað er ekki hægt að fá Silju í hlaðvarpið án þess að ræða aðeins um Bandaríkin og feminisma. Að lokum fara þær stöllur yfir hvaða hlaðvörp—fyrir utan Samtal við Samfélagið—Silja er helst að hlusta á þessa dagana en hún er mikil áhugamanneskja um slíka þætti.
Kjarninn í samstarfi við Storytel bíður þér að hlusta frítt á þúsundir hljóðbóka í símanum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.storytel.is/kjarninn og byrja að njóta. Storytel.is, þúsundir hljóðbóka í símanum þínum.