Þann 26. október 2018 fór fram hinn árlegi Þjóðarspegill í Háskóla Ísland en hann má með sanni kalla uppskeruhátíð Félagsvísindanna. Þar voru flutt um 170 erindi af fræðimönnum mismunandi greina (s.s., félagsfræði, mannfræði, viðskiptafræði, félagsráðgjöf og ferðamálafræði), af fræðafólki sem kemur úr ýmsum áttum á Íslandi. Þau Kjartan og Sigrún létu sig að sjálfsögðu ekki vanta á þennan mikilvæga, en umfram allt skemmtilega, viðburð. Þau eyddu deginum í málstofum og á röltinu um háskólasvæðið. Í þætti vikunnar gefa þau hlustendum innsýn inn í það helsta sem á vegi þeirra varð. Þar hittu þau fyrst á Daða Má Kristófersson, sviðsforseta Félagsvísindasviðs, og fræddust um hvað Þjóðarspegilinn er og hvaða gildi hann hefur fyrir fræðin og íslenskt samfélag. Einnig heimsóttu þau málstofu sem bar heitið: Afþreying tekin alvarlega: Félagsfræði dægurmenningar, og áttu í kjölfarið létt spjall við félagsfræðingana sem tóku þátt í henni: Arnar Eggert Thoroddsen, Arnór Maximilian Luckas, Viðar Halldórsson og Vigdísi Fríðu Þorvaldsdóttur. Þau fóru vítt og breitt yfir svið dægurmenningar í fyrirlestrum sínum, en þar var sjónvarpsefni, tónlist, twitter og tölvuleikir skoðað með gleraugum félagsfræðinnar. Yfir daginn var púlsinn tekinn á gestum og þeir spurðir hvað hefði staðið upp úr. Það var samdóma álit þeirra Kjartans og Sigrúnar að þetta hafi verið einkar skemmtilegur dagur og vona þau að hlustendur njóti þess að fá smá innsýn inn í það heitasta í félagsvísindum á Íslandi í dag.
Kjarninn í samstarfi við Storytel bíður þér að hlusta frítt á þúsundir hljóðbóka í símanum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.storytel.is/kjarninn og byrja að njóta. Storytel.is, þúsundir hljóðbóka í símanum þínum.