Í hlaðvarpi vikunnar ræddi Sigrún við þá John Allegrante, prófessor í Teachers College við Columbía háskólann í Bandaríkjunum og Ulrich Hoinkes, Prófessor hjá Center on Humanities in Education við Kiel háskólann í Þýskalandi. Saman leiða þeir stórt rannsóknarverkefni “Kvíðamenningin” en þar spyrja þeir hvort rétt sé að líta á stærstu áskoranir samtímans sem stöðugt hættuástand, sem leiðir til hraðra en kannski ómarkvissra viðbragða. Þessi nálgun minnkar líkurnar á dýpri og nákvæmari skilningi á áskorunum en hugsanlega næst slíkur skilningur með því að endurhugsa þessar áskoranir sem hluta af ákveðinni kvíðamenningu innan og á milli samfélaga. Þær áskoranir sem þeir beina sjónum að eru til að mynda loftslagsbreytingar, aukning í tíðni geðrænna vandamála og umfangsmiklir fólksflutningar. Þeir segja Sigrúnu frá helstu áherslum rannsóknaverkefnins en einnig ræða þau um samstarf þeirra við íslenska rannsakendur, sérstaklega á sviði unglingarannsókna.
The Global Anxiety Culture
This week’s podcast features Sigrun´s discussion with John Allegrante, Professor at Teachers College, Columbia University in the U.S. and Ulrich Hoinkes, Professor at the Center on Humanities in Education, Kiel University in Germany. Together, the lead a large research project, “Anxiety Culture,” that questions whether it is productive to frame current societal challenges as a crisis, as that results in a sense of urgency to act. This approach decreases the likelihood of a deeper and more nuanced understanding of these challenges. They suggest to reframe these challenges as a part of an anxiety culture within and across societies. Among the challenges they focus on are: climate change, increase in the prevalence of mental illness, and massive migration. During their conversation, the tell Sigrun about the main emphasis of their research project, but the three of them also discuss their involvement in research with Icelandic researchers, especially in the field of youth research.
Kjarninn í samstarfi við Storytel býður þér að hlusta frítt á þúsundir hljóðbóka í símanum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.storytel.is/kjarninn og byrja að njóta. Storytel.is, þúsundir hljóðbóka í símanum þínum.