stjórnmál og kynjamisrétti. Á milli umræðna, spila þau stutt dæmi úr þáttum sem þeim hafa þótt sérstaklega skemmtilegir og endurspegla hin mikla fjölbreytileika í efnisvali. Almennt má segja að hlaðvarpið sýni svo sannarlega það sem félagsfræðingar segja svo oft: „að það sé nú
bara þannig, að ekkert sé félagsfræðinni óviðkomandi.“ Fyrst og fremst eru þau Sigrún og Kjartan þó þakklát viðmælendum sínum og auðvitað þeim sem að vonandi hafa haft gagn og eitthvað gaman að því að hlusta á Samtal við Samfélagið. Þetta síðasta ár hefur verið
einstaklega gefandi og hlakka þau bæði til þess að bjóða hlustendum upp á annað ár af Hlaðvarpi félagsfræðinnar.
Kjarninn í samstarfi við Storytel býður þér að hlusta frítt á þúsundir hljóðbóka í símanum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.storytel.is/k…n og byrja að njóta. Storytel.is, þúsundir hljóðbóka í símanum þínum.