Kjartan heimsótti Ingólf V. Gíslason, dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands, og einn helsta sérfræðingur okkar um birtingarmyndir karlmennskunnar. Þeir Ingólfur ræða þær félagslegu breytingar sem hafa haft áhrif á samfélagsleg hlutverk bæði karla og kvenna, allt frá iðnbyltingunni að feðraorlofi. Auk þess leiða þeir hugann að því hvaða áhrif femínismi hefur haft á karlmenn og stöðu þeirra innan samfélagsins. Að lokum gátu þeir Ingólfur og Kjartan ekki stillt sig um að skoða Klausturgate málið út frá umræðunni um eitraða karlmennsku…
Kjarninn í samstarfi við Storytel býður þér að hlusta frítt á þúsundir hljóðbóka í símanum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.storytel.is/kjarninn og byrja að njóta. Storytel.is, þúsundir hljóðbóka í símanum þínum.