Vísindafélag Íslendinga fagnaði 100 ára afmæli sínu 1. desember 2018 og af því tilefni settist Sigrún niður með þeim Ernu Magnúsdóttur, forseta Vísindafélags Íslendinga, Kristjáni Leóssyni, féhirði sama félags og Ragnhildi Helgadóttur, formanni Vísindanefndar Vísinda- og Tækniráðs. Erna segir okkur stuttlega frá sögu og starfsemi Vísindafélagsins og í framhaldinu ræða þau fjögur um umhverfi rannsókna og vísinda á Íslandi, hvaða tækifæri og áskoranir felsta í því að stunda vísindastörf hér á landi, og samband stjórnvalda og vísindanna. Upptakan fór einmitt fram daginn sem að stóð til að skera verulega niður framlög til Rannsóknarsjóðs og brást Vísindafélagið skjótt við, til að mynda með því að skipuleggja mótmæli. Hvort að það hafi haft úrslitaáhrif skal látið ósagt, en sama dag bárust þær gleðilegu fréttir að hætt hefði verið við þessa ráðstöfun, íslenskum vísindum og samfélagi til heilla.
Kjarninn í samstarfi við Storytel býður þér að hlusta frítt á þúsundir hljóðbóka í símanum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.storytel.is/kjarninn.is.