Í fyrsta hlaðvarpi ársins 2019 ræðir Sigrún við Bernice A. Pescosolido, prófessor í félagsfræði við Indiana háskólann í Bandaríkjunum. Bernice er einn þekktasti heilsufélagsfræðingur Bandaríkjanna og hefur í rannsóknum sínum beint sjónum að fordómum gagnvart einstaklingum sem eiga við geðræn vandamál að stríða og skoðað hvort og hvernig fólk notar geðheilbrigðisþjónustu. Hún hefur meðal annars verið í forsvari fyrir stóra alþjóðlega könnun á viðhorfum almennings til geðrænna vandamála. Ísland tók einmitt þátt í þeirri könnun og sýndu niðurstöðurnar að fordómar eru, í samanburði við 17 önnur lönd, einna minnstir hér á landi. Sigrún og Bernice hafa þekkst í langan tíma, en Bernice var aðalleiðbeinandi Sigrúnar í doktorsnáminu við Indiana. Í spjalli sínu ræða þær almennt um geðheilbrigðismál og félagsfræðilegar rannsóknir tengdar þeim, sem og vináttu Bernice við leikkonuna Glenn Close en hún er einmitt tilkomin út af sameiginlegri baráttu þeirra við að útrýma fordómum í samfélaginu.
Meira handa þér frá Kjarnanum