Í hlaðvarpi vikunnar spjallar Sigrún við Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands en hann er einn helsti sérfræðingur okkar í rannsóknum á smáríkjum og stöðu Íslands í hinu alþjóðlega samhengi. Nýlega gaf hann út bókina, Small States and Shelter Theory: Iceland´s External Affairs, en í henni er fjallað um mikilvægi þess, fyrir smáríki, að hafa efnahagslegt, stjórnmálalegt, og félagslegt skjól frá stærri ríkjum og alþjóðlegum stofnunum. Sigrún og Baldur ræða um hvað er átt við með slíku skjóli og þá sérstaklega um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu í fortíð, nútíð og framtíð.
Meira handa þér frá Kjarnanum