Gestur Kjartans að þessu sinni er Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt og nýbakaður doktor í félagsfræði. Arnar Eggert varði doktorsritgerð sína í desember við háskólann í Edinborg, en hún ber heitið Music-making in a Northern Isle: Iceland and The Village factor. Þeir Arnar og Kjartan ræða stöðuna á íslenskri dægurtónlistarmenningu og hvaða hlutverki „þorpseinkennið“ gegnir í sérstöðu íslenskrar tónlistar.