Í hlaðvarpi vikunnar fær Sigrún til sín Rósu Magnúsdóttur, dósent í sagnfræði við Árósaháskólann í Danmörku. Þær Sigrún kynntust upphaflega árið 1999 þegar þær fengu báðar Fulbright styrk til náms í Bandaríkjunum. Þær ræða um upphaf sagnfræðiáhuga Rósu og nám hennar í Bandaríkjunum og þá sérstaklega rannsóknir hennar, en hún hefur skoðað menningartengsl Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á tímum kalda stríðsins. Nýverið kom út bók hennar, Enemy Number One: The United States of America in Soviet Ideology and Propaganda, 1945-1959 hjá Oxford Univesity Press, en þar notar hún einstök gögn til að skoða hvernig fjallað var um Bandaríkin í Sovéttríkjunum frá 1945 til 1959. Einnig ræða þær um þau verkefni sem Rósa er að fást við núna, en þar er hún meðal annars að skoða hvernig Sovétríkin og kommúnisminn höfðu áhrif á Íslandi.
Meira handa þér frá Kjarnanum