Í hlaðvarpi vikunnar fór Sigrún í heimsókn til Berglindar Rós Magnúsdóttur, en hún er dósent við deild menntunar og margbreytileika á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Berglind hefur vakið athygli fyrir rannsóknir sínar á ójöfnuði í íslenska menntakerfinu, þar sem hún hefur meðal annars sýnt fram á þá þróun að ákveðnir grunn-og framhaldsskólar eru að verða meiri og meiri elítuskólar, á meðan aðrir skólar eru með hátt hlutfall nemenda með veika félagslega stöðu. Þær stöllur ræða um rannsóknir og feril Berglindar, sem og stöðu menntakerfisins á Íslandi í dag.
Meira handa þér frá Kjarnanum